miðvikudagur, mars 12, 2008

Upp og ofan

Einkunnir síðustu annar (og þar með námslán og fjármálin í heild) eru enn í rugli, ég er búin að hringja tvisvar í skrifstofu félagsvísindadeildar og þarf víst að ræða málin við einhverja manneskju sem aldrei er við og svarar ekki þó ítrekað sé búið að biðja hana að hafa samband við mig ;( pirringur...

Í ergelsi mínu eftir síðasta símtal (sem át í þokkabót upp alla inneignina mína) nennti ég ekki í bili að pæla meira í rannsóknarspurningunni "Er Færeyinga saga sérstök saga?", sem ég þarf þó að vera búin að skrifa uppkast að ritgerð um á mánudag/þriðjudag, heldur ákvað að hanga soldið á netinu og horfa á þýsk videó... UN-leikskólinn er nýja uppáhaldið mitt, þetta finnst mér fyndið :D Langar samt að vita hvað Dabbeljunior þýðir (ef það þýðir eitthvað sérstakt...)

En, það er víst best að halda áfram að læra, nóg er að gera!