laugardagur, mars 29, 2008

Þreytu- og gleðiblogg!

Úff, ég ákvað að það væri sniðugt að blogga... en svo sit ég bara og stari á tóman skjáinn og dettur ekkert í hug að segja.

Hmm... nr. 1: Ég er komin með vinnu hér í Kaupmannahöfn, búin að ráða mig sem guide á kanalabátum og byrja formlega að vinna á þriðjudaginn - var að koma heim núna eftir seinni þjálfunardaginn minn þar sem ég fékk að guida í næstum 9 klukkutíma! Pínu uppgefin, en líka voðalega ánægð, þar sem ég er búin að vera frekar stressuð yfir þessari þjálfun allri - það er örlítið meira en að segja það að blaðra allan daginn á þremur mismunandi útlenskum hverri ofan í aðra og satt best að segja þá var ég á tímabili pínu hrædd um að ég myndi ekki meika þetta! En, um miðjan daginn í dag þá var yfir-guidinn orðinn nógu ánægður með mig til að sleppa mér einni út á sjó með túristana :D Þó að það vanti enn alveg helling upp á ýmsa hluti; danski framburðurinn minn er nú ekkert allt of frábær, danskan og þýskan eiga það gjarna til að þvælast fyrir hvor annarri, um suma staði þarf ég greinilega að lesa aðeins betur og vera fljótari og öruggari á textanum... svona ýmislegt sem hægt er að bæta - þá er ég allavega sloppin í gegnum oplærings-prósessinn og það er mikill léttir :) Verður gott að fá aðeins fleiri plús-tölur inn í heimilisbókhaldið og ég vonast til þess að eiga eftir að skemmta mér vel í vinnunni í sumar, þegar ég verð hætt að hnjóta um orðin og farin að geta notið þess að dreifa ofur-nördalegri vitneskju minni um helstu kennileyti Kaupmannahafnar til túristanna (múhahah!)

Hmm... já, þetta var númer eitt, nr. 2: LOKSINS búin að fá útborgað frá Dominos, vei vei, þá þarf ég ekki að pæla í því máli meir. Nie mehr Dominos, það held ég að sé alveg víst!

Nr. 3 - Wacken miðar eru komnir í hús, úje og húrra, það verður mega gaman :D

Nr. 4 - Um næstu helgi er fyrirhuguð ferð til Noregs, þar sem við Þórir ætlum að heimsækja Hafdísi í Kristianssand - djamm og skemmtilegheit á dagskrá :D

Nr. 5 - Flugferðir og næstum öll gisting fyrir Póllandsferð - sem er nú eiginlega orðin að Evrópureisu, þar sem við verðum fyrst í París í 3 daga og joinum svo kórferðina í Berlín og förum þaðan til Póllands - er nú bókuð og borguð (lesist: komin á vísað), svo þá verður líka mega fjör og djamm og skemmtilegheit með öllu frábæra kórfólkinu! :D

Af þessari upptalningu má sjá að mér veitir víst ekki af því að vinna fyrir einhverjum krónum, til að eiga fyrir öllu djamminu og flakkinu sem fyrirhugað er á næstu mánuðum... danskar krónur eru allavega mun sniðugri en íslenskar þessa dagana, þ.e.a.s. þegar um innkomu er að ræða ;)

En pizzan sem Þórir er búinn að vera svo myndarlegur að baka bíður eftir mér, namm namm, og ég man heldur ekki eftir neinu fleiru til að telja upp í bili...

ps. ég er búin að komast að því að öll dönsk orð sem innihalda hljóðasamsetninguna -ag eru ill... drage og flag og slag eru sérstakir óvinir mínir!