fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Og ég held áfram að tala við sjálfa mig

Ojæja, þið eruð greinilega öll hætt að kíkja hér inn, enda kannski ekki von á öðru miðað við blogg-letina. Ég ætlaði samt að blogga í fyrradag, en þar sem við vorum enn netlaus og sváfum of lengi til að ég hefði tíma til að fara niður í skóla í tölvuverið þar, þá varð ekki af því. Svo þið sjáið að ég er algerlega fórnarlamb aðstæðna...

En það er nú ekki búinn að vera neinn ofur dugnaður í gangi síðan við snerum aftur til Danmerkur. Ég afrekaði það reyndar í gær að fá okkur nettengd, með löngu og flóknu símtali þar sem ég fékk að stafa nafnið mitt 3x (og það stendur samt sem áður Sigrul (!) á samningnum, urr...) og komst að því eftir mikinn misskilning að @ táknið heitir "snigla-A" eða eitthvað álíka á dönsku.
Svo dreif ég líka í að skila loks bókum sem voru komnar það langt fram yfir að ég var farin að fá bleik hótunarbréf í pósti frá bókasafninu... Ein ikea-ferð er frá, og önnur á planinu á morgun (stólarnir sem við ætluðum að kaupa voru uppseldir, bansettir) og þá verður orðið alveg ógvulega fínt hérna... jah, þarf reyndar að taka smá til kannski líka, en það er annað mál. Svo fer ég rétt að gera alvöru úr síendurteknum hótunum mínum um að henda fleiri albúmum inn á netið, læt ykkur vita! Og eins og glöggir lesendur taka kannski eftir þá er kominn linkur á albúmin hér til hliðar (Myndir 2007-) svo það ætti ekki að vera vandamál að finna þær ;)

En já og jæja, komið nóg af sundurlausu blaðri í bili... but stay tuned!