miðvikudagur, desember 12, 2007

Allt í steik

Ég afrekaði það að læra alla aðfaranótt mánudagsins, að glósa fyrir færeyskupróf og skrifa uppkast að ritgerð sem ég þurfti að skila til kennara á mánudagsmorgni fyrir vejlednings tíma á þriðjudag. Síðan afrekaði ég það að sofa allan mánudaginn, frá hádegi og eiginlega bara fram á næsta morgun. Og vakna svo með magapest á þriðjudagsmorgninum. Fuss.

Einhvers staðar þarna í millitíðinni afrekaði ég það líka að ná færeysku, meira að segja bara með sóma, fékk 10 skv. furðulega danska einkunnaskalanum (sem er orðinn enn furðulegri eftir nýleg afskipti menntamálaráðuneytisins) - en það myndi líkast til samsvara ca. 9 á Íslandi. Það sorglega er reyndar að mér finnst ekki ólíklegt að þetta verði hæsta einkunnin mín á önninni, og hún verður ekki einu sinni metin :( En, reyndar þá fæ ég víst bara "staðið/fallið" fyrir alla skiptinámsáfanga inn á íslenska einkunnaspjaldið, svo það breytir kannski ekki öllu. Finnst það samt pínu sorglegt...

En jæja, næst á dagskrá er víst bara að hrista af sér þessi f**king veikindi og reyna að klóra sig sem best út úr lokaverkefninu mínu í Musik og identitet... og ákveða einhvers staðar þar á milli hvað ég ætla að skrifa um í seinni ritgerðinni í Globale moderniteter og kokka upp eitthvað rugl til að segja kennaranum í vejledning fyrir það á föstudaginn (dettur ekki í hug að byrja á henni fyrr en eftir jól samt, þarf ekki að skila fyrr en 14.jan.)... ó hvað ég verð hamingjusöm kl. 15 á mánudaginn, þegar ég verð komin í jólafrí!