fimmtudagur, september 06, 2007

Og svo kom haust

Já, tíminn líður víst. Vona nú að flest ykkar hafi meiri tengsl við líf mitt en svo að þið dettið algerlega út þegar ég tek upp á því að sleppa að blogga í 6 vikur, en svona just in case þá er hér smá yfirlit ;)

Marta kom til Íslands 3.ágúst og ég náði að eyða svolitlu af verslunarmannahelginni með henni og Tomek, tókum m.a. Golden Circle rúnt á sunnudeginum, sötruðum bjór og eitthvað svona.

10.ágúst hætti ég að vinna og fór til Florida með Helgu og Hildi :D ég sólbrann ítrekað (þó alltaf á nýjum stöðum), Anna Guðrún kom í heimsókn, stelpurnar urðu húkt á Nickelodeon, ég komst að því að það er ekki hægt að ganga berfætt á malbiki/stétt í 35°C hita og sól, við fórum í Sea world og Disney world, misstum af rútunum heim úr báðum þessum görðum og urðum að taka strætó í staðinn (sem var mismikið mál), ég eignaðist nýja tölvu, fékk ógeð á steiktum mat og pönnukökum, við fórum á strönd, í dýragarð, villtumst nokkrum sinnum á leiðinni milli Orlando og Tampa þar sem að Budget lét okkur fá bilað GPS tæki, versluðum fullt af fötum (og geisladiskum!)... og já, örugglega fullt í viðbót :) Það var allavega bara mjög gaman ;)

24.ágúst komum við heim... þann dag varð Þórir bróðir tvítugur og við fórum út að borða í tilefni af því, daginn eftir fórum við í sumarferð með gleðikórnum og á sunnudeginum í skírnarveislu hjá litlu frænku minni og nöfnu í Kálfholti.

Á mánudegi var svo tekið til við að pakka og á miðvikudag fórum við að transporta fyrstu kössunum. Á miðvikudeginum fór ég líka og lét rífa úr mér restina af endajöxlunum... og hélt svo áfram að flytja. Á föstudagskvöld var íbúðin loksins tóm og bæði líkamleg og andleg heilsa mín á þrotum - endalausir verki í kjálkanum, höfðinu og hálsinum í bland við flutninga, farangur sem ekki passaði ofan í töskurnar mínar og tilheyrandi reddingar og stress var ekki alveg að gera sig. Á laugardeginum fór ég aftur til tannlæknisins og fékk þá að vita að verkirnir stöfuðu af því að neðri gómurinn væri ekki að gróa rétt, var látin fá einhverjar grisjur til að troða ofan í sárið og sagt að halda svo bara áfram að éta verkjalyf næstu 10 daga meðan þetta væri að jafna sig og verkurinn að fara. Fussum svei...

En jæja, á sunnudegi flugum við svo til Kaupmannahafnar, á mánudegi byrjaði ég í skólanum og nú er kominn fimmtudagur og ég er ekki alveg jafn lost og ég var fyrsta daginn. Geri mitt besta til að tala og skilja dönsku en það kemur svo sem alveg fyrir að ég panikka og skipti yfir í enskuna, einkum þegar einhverjar mikilvægar praktískar upplýsingar um hluti sem ég skil ekki eiga í hlut. Skriffinnskukerfið í KU er ekki það aðgengilegasta í heimi. En maður lærir vonandi á þetta á endanum... ;)