þriðjudagur, júlí 10, 2007

Wikipedia

Þó að ég vinni mikið á tölvur og sé alveg ágætlega dugleg að fikta mig áfram í þeim þá á ég það til að vera herfilega lengi að tileinka mér ýmsa möguleika. Það eru t.d. ekki nema svona 3-4 mánuðir síðan ég fattaði Wikipediu almennilega... en núna er ég orðin ógurlega húkt, ekki síst þegar ég þarf að fletta upp tilgangslausum staðreyndum til að nota í vinnunni.

(Ó)kosturinn við Wikipediu er samt sem áður sá að maður endar oft á því að komast að einhverju allt öðru en maður var að leita að í byrjun - þannig endaði leit mín að tímasetningum Heklugosa á 20.öld í dag á því að ég varð þess vísari að ég á sama afmælisdag og Kurt Weil, Dr. Seuss, Mikhail Gorbachev, Lou Reed og Bon Jovi... jú sko , ég er víst merkileg! ;)