

Próflestur á það til að fara illa með andlegt ástand manns... Mér fannst það ótrúlega sniðug hugmynd um ellefuleytið í gær að skrifa upp latneskar fallbeygingar á fataskápinn minn (blöðin í stílabókinni voru of lítil sjáiði til). Tek það reyndar fram að þessi skápur er á leiðinni á haugana. En nú er latínan allavega búin í bili :)