fimmtudagur, mars 01, 2007

Þið segið það...

Það heldur áfram að vera gaman að vera ég :)

Á morgun á ég afmæli og ætla af því tilefni að smala fólki saman á Glaumbar svona um áttaleytið, allir að láta sjá sig! Ekki verra að mæta snemma, þá eigiði séns á fríum bjór og hugsanlega afmælisköku líka ;)

Árshátíðin var æði, þó ég bíði enn í ofvæni eftir myndum (þeir taki til sín sem eiga!). Kórpartý eru alltaf snilld en þetta var óvenju mikil snilld :) Skaðaði heldur ekki að hafa Þóri á svæðinu, en hann flaug heim sérstaklega til að halda uppi fjöri og spila fyrir okkur :D Á miðvikudaginn fer ég svo til Danmerkur. Tóm hamingja á ferð :)

Eina sem ég get kvartað yfir þessa dagana er arfaslök einbeiting við heimanámið. Tekst ómögulega að koma mér í þann gír að langa til að taka viðtöl, þýða latneska texta eða læra einhverjar kenningar um stafréttar uppskriftir handrita, þrátt fyrir að sitja kvöld eftir kvöld með opnar bækur framan við tölvuna. O svei.