fimmtudagur, mars 29, 2007

Drukknandi í setningafræði...

Þegar ég var nýbyrjuð í latínunni í haust og við hófumst handa við að læra um hið stór flókna fyrirbæri ablativus sagði kennarinn okkur frá fornmálabrautar bekk í MR sem fékk þá hugmynd að dimmitera sem mismunandi ablativusar. Þá fannst mér þetta afskaplega nördaleg pæling. Í dag finnst mér þetta aftur á móti ógurlega sniðug pæling. Út frá þjóðfræðilegu sjónarhorni mætti sjálfsagt orða þetta þannig að ég sé farin að tilheyra nýjum "hóp". Eða bara að ég sé orðinn meiri nörd en áður...