mánudagur, janúar 29, 2007

...svona af því ég ætti að vera að læra

Ég er með hræðilegar harðsperrur í höndunum. Klifur er samt fáránlega gaman :D En eftir tvo tíma af misvelheppnuðum tilraunum við að klifra upp 3-4 metra háa, yfirhallandi veggi er maður líka ágætlega búinn. Ég tel mig þess vegna hafa haft ágæta afsökun fyrir því að sofna klukkan hálfellefu fyrir framan sjónvarpið heima hjá Gullu... voðalega er ég skemmtilegur félagsskapur ;)

Annars er það nýjast í fréttum að ég á orðið nýjan síma. Einu sinni fyrir löngu átti ég sem sagt kanínu, sem fannst það upplagt að bíta snúruna á hleðslutækinu mínu í sundur - og þó að það hafi virkað ágætlega á sínum tíma að teipa endana saman gaf það endanlega upp öndina fyrir helgi. Ég sat sem sagt uppi með ágætan síma en ekkert hleðslutæki, og þar sem ég var svo sniðug að kaupa mér síma sem notar einhverja agalega sérhæfða tegund af hleðslutæki þá er hætt að framleiða það núna :( Ó, hvað maður elskar lögmál markaðarins stundum. But the system obviously works, þar sem ég fór og keypti nýjan síma, svo ég get víst ekki kvartað of mikið!