sunnudagur, janúar 28, 2007

I've got the blues

Þá er prófið úr blúsáfanganum mínum yndislega búið. Hefði reyndar verið töluvert yndislegra ef ég hefði mætt alla dagana og lesið allt efnið fyrir prófið, en ég náði nú samt örugglega og get jafnvel vonast eftir ekkert allt of lágri einkunn... vona ég.

Svo er ég líka endanlega hætt í vinnunni minni, eyddi síðustu tveimur vöktunum í að þjálfa eftirmann minn - sem hafði mun meiri áhuga á því að sýna mér myndir af "reverse graffiti" og einhverjum fornaldarhákörlum á netinu en að læra að gera upp reikninga. Var reyndar svolítið sorglegt að kveðja sumt af samstarfsfólkinu, sérstaklega nokkrar af þernunum sem voru voða leiðar yfir því að ég væri að hætta. Spurning hvort maður lætur plata sig í vinnu þarna aftur næsta sumar. Eða kannski er gáfulegra að láta ferli mínum í hótelbransanum bara alveg lokið, búin að vera í þessu samfellt síðan í maí 2005. Gæti annars orðið eitthvað snúið að finna almennilega sumarvinnu þar sem að ég er búin að bóka mér tveggja vikna ferð til Orlando í ágúst :D Langar í vinnu þar sem ég get stjórnað vinnutímanum sjálf og tekið mér frí þegar mér hentar...