mánudagur, janúar 08, 2007

Alvara lífsins

Herbergisfélaginn er snúinn aftur til Finnlands, skólinn byrjaður (þó ég hafi nú átt örlítið erfitt með að halda mér vakandi í tíma í morgun!) og jólahelgin formlega liðin. Búin að fá allar einkunnir :D Stundataflan mín er samt enn í steik og ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera í því. Er sjálf í einhverri svolítilli steik, kenni takmörkuðum svefni og óhollustu um það. Gæti verið sniðugt að fara snemma að sofa í kvöld og reyna kannski að ná endanlega úr mér þessari skemmtilegu hálsbólgu sem ég náði mér víst í á nýársnótt, svona svo ég geti sungið eitthvað á kóræfingu á morgun (jeijei, kórinn er að byrja aftur!) Eða í öllu falli svo að ég mæti á réttum tíma í skólann og nái sæti þar sem ég þarf ekki að vera snúin upp á hlið með ekkert borð (asnalega, allt of litla stofa).

Er ekki einhver sem joinar sund í fyrramálið - alltaf skemmtilegra að hafa félagsskap... ;)