mánudagur, desember 18, 2006

urr urr

Það er ekki sérlega margt sem reitir mig til reiði. En fólk sem keyrir eins og hálfvitar er eitt af því sem getur gert mig virkilega reiða.

Ég keyrði austur í morgun og þar sem ég er að fara upp á nýju mislægu gatnamótin við Suðurlandsveg/Vesturlandsveg tekur fram úr mér jeppi á þvílíkri ferð og það nálægt mér að ég varð að sveigja út í vegkantinn (þetta er á svona stað þar sem tvær akreinar renna í eina). Fyrir framan mig, og nú fyrir framan jeppann, voru tveir vörubílar og eftir að hafa sikk sakkað fyrir framan mig í svona hálfa mínútu komst ökumaður jeppans að þeirri niðurstöðu að hann mætti ekki vera að því að bíða eftir að umferðin á móti gæfi honum færi á að taka fram úr vörubílunum heldur hentist sjálfur út í vegkantinn hægra meginn og brunaði fram úr þar.

Arg, hvað ég var reið! Er ekki nóg að þrjár manneskjur hafi dáið og lítill strákur lamast upp að mitti síðustu tvær vikur vegna óvarlegs framúraksturs? Hvað þarf að gerast til að berja smá skynsemi inn í hausinn á fólki? Við getum ekki þurft að flýta okkur svona mikið.