föstudagur, desember 15, 2006

Öll við skulum gleðjast...

Jamm - ég er búin í prófum :D Hefði nú kannski sumt mátt ganga betur, en sjálfsagt var þetta nokkurn vegin eins og ég átti skilið miðað við dugnað minn... nú bíður maður bara með krosslagða fingur eftir einkunnum, sem koma þó varla fyrr en eftir jól.

Samt búin að gera ýmsilegt annað en að lesa síðustu 12 daga, fór í jólaleiðangur í Garðheima með Bryndísi og keypti mér jólablóm, horfði á Love Actually með Þóri, fór á skauta á Ingólfstorgi með Gullu, á "pöbbarölt" með kórfólki síðustu helgi og þynnku-bandí daginn eftir!

Bara tveir vinnudagar og svo er ég komin í jólafrí, gaman gaman :D Tók mig til eina nóttina (þegar ég átti að vera að lesa undir próf) og tók þvílíkt vel til og skreytti heima hjá mér svo að það er ekkert því til fyrirstöðu að komast í jólaskap: fara að útbúa jólakort, klára jólainnkaupin, leika jólasvein (jamm, hvað gerir maður ekki fyrir foreldra sína sem eru grunnskólastjórnendur?) og skipuleggja eitt stykki Litlu-jól. Einhver sem langar að hjálpa mér við eitthvað af þessu? ;)