sunnudagur, desember 03, 2006

Það er kominn desember

Jæja, jæja, eigum við ekki bara að segja að bloggleysi stafi af hörkudugnaði mínum við heimanámið? ;)

Allavega eru tvær ritgerðir í höfn og sú þriðja ekki svo langt undan landi, fáránlega uppsett próf í Hátíðum, leikjum og skemmtunum sömuleiðis frá og allri kennslu lokið... Eftir að ég verð búin að skila síðustu ritgerðinni á morgun verð ég glöð, hver veit nema ég setji bara upp jólaljós jafnvel í gleði minni :D og á föstudaginn um hádegi verð ég enn glaðari, þá verður allt búið nema latínan (og mér hlýtur nú að takast að læra fyrir hana á heilli viku) og þá mun jólaskapið halda innreið sína fyrir alvöru :)

Hlakka til að versla fyrir jólin, kveikja á kertum, pakka inn gjöfum, skreyta jólatré, fara á hestbak (Víðar verður tekinn í bakaríið um leið og ég fer í frí), baka lagtertu, syngja jólalög, ganga með jólasveinahúfu og óska fólki gleðilegra jóla...