mánudagur, nóvember 13, 2006

Zetu syndrómið

Hvað er málið með Z? Einu orðin sem mér finnst eðlilegt að setja zetur í eru "pizza" og "bezt" í samhenginu "Ísland - bezt í heimi". Getur reyndar kannski verið töff á nördalegan hátt að nota zetur eftir gömlu stafsetningareglunum, ef maður kann þær nógu vel til að gera það rétt (sem ég kann ekki).

Aftur á móti virðist óskaplega margt fólk í kringum mig ganga í gegnum einhvers konar z-tímabil, þar sem þykir voðalega töff að setja zetur í sem flest samhengi. MH-inga vinahópurinn minn tók upp á þessu einn veturinn, sjálfsagt annan veturinn sem ég var þar, og þá var enginn maður með mönnum nema honum tækist að klína eins og einni, helst tveimur, zetum inn í nafnið sitt. Litlu systur mínar eru heldur fyrr í að taka þetta úr, en þær eru núna búnar að stofna "saunghóp" með því skemmtilega nafni "angelz girlz". Já, hvað er málið með Z?