fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Blaut um hárið

Það er brjáluð rigning. Ég fékk þá snilldar hugmynd klukkan korter yfir níu að skreppa út á Bókhlöðu til að sækja eina bók sem ég var búin að sjá út að gæti verið sniðugt að lesa og þrátt fyrir vont veður fannst mér ekki taka því að fara á bíl... Endaði auðvitað á því að þegar ég kom inn á safnið lak af mér rigningin og ef ég hefði verið með sjampó brúsa í vasanum hefði ég líkast til getað þvegið á mér hárið á leiðinni heim.

En leigði allavega fjórar gáfulegar bækur sem ættu að auka mér gleði um helgina - hef ákveðið að sýna einstakan dugnað og læra alla helgina, veitir sjálfsagt ekki af þar sem að það verður tómt djamm næstu tvær helgar þar á eftir og svo bara vika í próf!!

Verið svo góð lömbin mín og ekki gera neitt af ykkur um helgina sem ég myndi ekki gera... ;)