þriðjudagur, október 31, 2006

Trick or treat...?

Hrekkjavaka í dag... hrekkjavökupartí um síðustu helgi :) og hrekkjavöku-búninga-afmæli hjá litlu systur í dag, ósköp erum við orðin amerísk!

Annars er það helst í fréttum að...
- til viðbótar við píanóið er ég búin að sníkja gítar af Þóri bróður, heimilið sem sagt orðið fullt af hljóðfærum sem draga athygli frá náminu, mjög gaman en ekki sérlega sniðugt.
- velvild mín í garð skyr.is er minni en nokkru sinni, eyddi átta tímum í það um helgina að reyna að sannfæra fólk um að smakka eitthvað sem ég borða ekki sjálf. Bölvuð hræsni, en ágætis fjáröflun eigi að síður.
- mig langar í saumavél. Langar ykkur ekki öll að slá saman í jólagjöf handa mér? ;)
- Nobili verður ekki starfandi í vetur :'( ef ég á að vera hreinskilin er ég pínu hrædd um að þetta þýði endalok þess ágæta kórs, en mun þó bíða og vona fram á næsta haust... Annars verða bara allir að hlusta á diskinn!

...og þá er afmælisbarnið komið í hús svo að það er best að hætta þessu röfli - ciao elskurnar!