sunnudagur, október 15, 2006

Íþróttir og háskólinn

Lét loksins verða af því að prófa kórbandí um helgina :D reyndist vera mjög gaman, þrátt fyrir að ég hafi komist að því að ég er greinilega í hræðilegu formi...! Lungun mín mótmæltu harðlega eftir fyrstu fimm mínúturnar og ég er með ótrúlega miklar harðsperrur. En maður hefur nú gott af þessu öllu in the end ;) Ef ég væri bara ekki að vinna svona mikið um helgar... væri alveg til í að mæta á fleiri æfingar!

Eyddi svo mest öllum seinnipartinum í að búa til félagsskírteini fyrir Þjóðbrók (sem mér fannst nú bara nokkuð fín... :) þrátt fyrir að ég hafi endað á að klippa þau til í höndunum svo að þau eru kannski ekki aaaalveg þráðbein) sem kostaði miklar hremmingar... keyrði fjórar ferðir vestan úr bæ og upp í Hörðuvallaskóla, sem er sko eins langt út í buskanum og hægt er að komast í Kópavoginum, kannski ég ætti bara að rukka Þjóðbrók um bensínpening? ;)

Held annars að það sé ekki ofsögum sagt að Háskólinn sé búinn að yfirtaka líf mitt nokkuð gjörsamlega, HÁSKÓLAnámið, HÁSKÓLAnemendafélagið, HÁSKÓLAkórinn og hlutir tengdir þessu á einn eða annan hátt skipta tíma mínum bróðurlega á milli sín... eina sem ég geri þessa dagana og er ekki beintengt Háskólanum virðist vera er að sitja hér og þykjast vinna... þegar ég er í raun að blogga um HÁSKÓLANN ;) Jams, ég get sjálfsagt farið að líta á mig sem nema í fullu starfi :D