þriðjudagur, október 17, 2006

Maria montesque promittunt

Latneskar beygingar kvöld eftir kvöld eru kannski ekki svo sniðugar. Þegar maður er farinn að gera tilraun til þess að beygja töluorðið "einn" í fleirtölu fer maður að minnsta kosti að efast. Nema ég sé bara svona mikil ljóska... það er reyndar vel líklegt. Sérstaklega þegar mér tekst á sama kvöldi að setja kanelsykur út í te í þeirri trú að það sé venjulegur sykur. Silly me...

Enn annað sem bendir sterklega til þess að háraliturinn hafi raunverulega einhver áhrif á fattarann í mér er það að ég komst bara að því í gær að það falla niður öll fög hjá mér þessa vikuna nema eitt - lesvika í hugvísindadeild. Ég sem stóð í þeirri trú að ég væri í félagsvísindafagi... en svo sem ágætt þar sem ég er hálflasin og þarf þá ekki að hafa samviskubit yfir því að vera heima og sofa.

Latínupróf á fimmtudag (vá, hvað mér finnst ég ekki hafa hugsað um annað í meira en viku!) svo ég held áfram að tileinka mér óregluleg nafnorð og perfectum beygingu samhljóðastofna... magna est veritas et semper praevalebit - já, kennslubækurnar mínar eru fullar af visku.