laugardagur, október 07, 2006

Haustlitirnir

Þá er komin ný helgi... finnst þetta haust líða eitthvað dularfullt hratt! Sumarið er allavega alveg búið, næturfrost og treflar eru alveg málið þessa dagana.

En já, vinna alla helgina, ekki mikið svigrúm til þess að gera neitt af sér þar, þó maður kíki kannski á kór-video-kvöld í kvöld... sjáum til. Ég var annars að telja saman að næstu 16 daga verð ég að vinna eitthvað alla nema 3!! Skil ekki hvernig ég fer að því að koma mér í eitthvað svona, verð alvarlega að fara að velta því fyrir mér að vinna minna held ég. Huggun þó að aðeins tvær af þessum þrettán vöktum eru 12 tíma...

Fór austur eftir vinnu í gær að líta á sjúklinginn minn, það voru ósköp að sjá hann :( Er víst farinn að hressast en ég veit ekki hvernig hann hefur þá verið fyrstu dagana, fannst hann hræðilega daufur. Sex til sjö vikur í viðbót verða það líklega þar til má fara að hreyfa hann. En hann er að minnsta kosti í góðum höndum :)

Ég er annars að farast núna, mig langar svo í söngtíma... sit við hljómborðið mitt tímunum saman að spila og syngja (í stað þess að læra, jæks...) og endurraða íbúðinni í huganum þannig að það sé pláss fyrir píanóið, sem ég er búin að láta mömmu lofa að lána mér ef ég kem því fyrir. Dísa skvís, er ekkert að frétta af Nobili...? Mig er farið að langa ógurlega að syngja Ceremony of Carols. Tvær kóræfingar á viku eru greinilega engan veginn að duga mér ;)

Langar annars einhvern í sumarbústaðapartý næstu helgi? Sýnist þáttakan ekki vera það mikil að það verður pottþétt pláss fyrir gesti, ég býð ef það vill einhver koma með mér...! ;)