sunnudagur, október 22, 2006

Ég vaknaði á sunnudagsmorguninn...

Af því að ég er svo ógurlega menningarleg þessa dagana þá ákvað ég í gær að breyta stillingunni á útvarpinu í bílnum mínum af FM957 (sem hefur verið fast þar síðan í sumar, svona er að ferðast of mikið með tíu ára systur sinni) og lenti beint inn á viðtali við Greifana, um feril þeirra og eitthvað slíkt. Meðal annars fór einn þeirra að tala um söguna á bak við Frystikistulagið, og vá! hvað það kom ekki vel út... að minnsta kosti held ég að ef þetta hefði verið kærastinn minn þá hefði ég sko hent honum út og aldrei talað við hann aftur. Samt fínt lag... ;)

Bryndís er búin að lofa að kenna mér á gítar ef ég kenni henni á píanó... grey hún! Hugsa samt að ég sé verri kennari en nemandi... en það kemur í ljós!