miðvikudagur, október 11, 2006

Dugnaðardagur

Þar sem ég er ekki í neinum tímum á miðvikudögum vill það oft verða þannig að ég geri fátt eitt af viti fyrir klukkan fjögur þessa daga (þá mæti ég í vinnuna... umdeilanlegt sjálfsagt hvort það flokkast undir að gera eitthvað "af viti").

En í dag var ég ofur dugleg, sat stjórnarfundi frá tíu til hálfeitt í morgun, fór síðan í banka, skilaði einhverjum reikningi frá Hjalta til Reykjavíkurborgar, fór í apótek, tók til og hélt hálfgerðan ritstjórnarfund gegnum msn... Að minnsta kosti er samviskubitið sem ég svona hálfpartinn hafði yfir því að vera óduglegur stjórnar- og ritstjórnarmeðlimur búið að minnka slatta :)

Á morgun verða síðan mótmæli... nei afsakið, MEÐmæli með aukinni menntun á Austurvelli kl. 15.30... spurning hvort maður sleppir því að mæta í latínu (síðasti tími fyrir próf :/) eða reynir að sannfæra kennarann um að gefa frí... allavega: Allir sem eru ekki í tímum - endilega mætið og "með"mælið fyrir mína hönd, ef ég skyldi nú vera föst í skólanum!

Ciao babes... ;)