miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Back to the student's life

Kunnið þið eitthvað gott orð yfir "juggler" á íslensku (annað en hirðfífl, það passar ekki nógu vel við merkinguna sem ég er að leita að). Og er einhver nákvæm skilgreining til á muninumm á "jester" og "juggler"? Ó hið ástkæra, ylhýra... Annars gengur Gotlandsritgerðin ágætlega :) Vildi að hið sama mætti segja um rannsóknarverkefnið en hvað um það...

Að vandlega athuguðu máli er ég búin að ákveða að þriðjudagskvöld séu málið í vetur, ykkur er öllum hér með boðið að láta draga ykkur á kaffihús og/eða bari á þriðjudagskvöldum, þar sem ég þarf ekkert að mæta í skólann daginn eftir :D

Þjóðfræðin er söm við sig og skilur fyrsta tíma dagsins alltaf eftir auðan en kennir í staðinn langt fram á dag, en reyndar hefur það ekki svo mikil áhrif þar sem ég er bara í einu eiginlegu þjóðfræðifagi þessa önnina, svo er ég í einu fagi úr enskuskor, einu úr sagnfræðiskor og einu úr "skor rómanskra og klassískra mála" (=latínu). Ætti allavega ekki að vera einhæft ;) Tókst samt ekki að troða inn mætingu klukkan átta nema einn dag, sem þurfti þá auðvitað að vera föstudagur. Verð að finna mér einhverja aðra leið til að vakna snemma... hugmyndir?

...og bloggið mitt hefur snúið frá því að fjalla um djamm yfir í að fjalla um skólann. Býst við að það þýði að sumarið sé endanlega búið!