Tilvistarkreppa
Ég hef ákveðið að beila á tækifæri mínu til að fara á fimmtudagsfyllerí í þágu vonandi betri einkunnar úr prófinu mínu á laugardaginn... það er að segja ef mér tekst yfir höfuð að fá frí í vinnunni til að mæta í prófið! þetta nýja fólk sem byrjaði um áramótin er ekki næstum jafn tilbúið til að skipta á vöktum og fólkið sem hætti, bölvað vesen :/
En já, sem sagt, ég ætla að vera góð og gáfuleg manneskja í kvöld og sitja heima og læra í stað þess að fara á kosningavöku og detta í það... held ég. Á hinn bóginn hef ég frekar miklar áhyggjur af almennt dvínandi tengslum mínum við fólk, svo kannski er ákvörðun mín ekki alveg endanleg. Hvernig er annars með ykkur - saknið þið mín ekkert jafn mikið og ég sakna ykkar?? Eða eruð þið bara jafn ódugleg og ég að gera eitthvað í því...?
Svo hafa tvö afmælisbörn til viðbótar bæst í hópinn, Leifur átti 21 árs afmæli 6.febrúar og hún Telma varð 22 ára þann 7.feb. Þeim er hér með óskað innilega til hamingju!!