Sunnudagur
Helgin er að verða búin... þorrablót á föstudaginn, oh, hvað það var gaman :D og gott að vera búin að hrista þetta af herðum sínum, nú get ég aftur um frjálst höfuð strokið... eða frjálsara allavega...
En í stað þess að nýta nýfengið frelsi mitt til að lesa undir próf í menningararfi (sem er um næstu helgi - AAAHHH!!) slæpist ég hér og geri ekkert af viti, blogga, tapa fyrir sjálfri mér í Accordion og bíð eftir því að þvottavélin klári svo ég komist heim að taka til... I really am beyond aid!
Annars bið ég ykkur bara vel að lifa og óska nýorðnum afmælisbörnum - Hjalta (20 ára 26.jan), Dísu (20 ára 4.feb) og Óla (27 ára 4.feb) innilega til hamingju með að vera orðin aðeins eldri og vonandi vitrari en áður ;)
Óskið mér nennu í lærdóminn! Tschau...