laugardagur, febrúar 11, 2006

Mér finnst ég vera orðin gömul þegar...

...meirihluti þáttakenda í idol er yngri en ég

...ég er nánast eina manneskjan í skólahópnum mínum sem er ekki í sambúð

...fólkið sem ég djamma með þarf að redda pössun

...rifrildin við litlu bræður mína eru orðin "málefnaleg"

...það sem mig langar mest af öllu að fá í afmælisgjöf er ryksuga

...ég er rukkuð fyrir afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu

...kyntáknin í kvikmyndaheiminum eru á mínum aldri

...það eru fleiri kort í veskinu mínu en peningarnir sem eru inn á þeim

...helsta umhugsunarefni mitt á leiðinni heim úr vinnunni er það, hvað ég á að hafa í kvöldmatinn

...pólitískar ádeilubækur vekja meiri áhuga minn í bókabúðum en glanstímarit

...ég forðast að taka mér frí í vinnunni því "ég hef ekki efni á því"

...ég get ekki hugsað mér að mæta þunn í vinnuna

...lítil börn í strætó kalla mig "konu"


Já... ég er að verða alltof fullorðin held ég!