þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Klukk frá Jóhönnu...

Ég hef unnið á miklu meira en fjórum stöðum, en af þeim má nefna skrifstofu í Blóðbankanum, Fossvogskirkjugarð, Domino's og Fosshótel. Skil "hef unnið á" sem svo að núverandi vinna telji ekki ;)

Ég mun seint þreytast á því að horfa á Lord of the Rings, Love Actually, Fuglastríðið í Lumbruskógi og No man's land.

Ég hef búið í Rofabæ í Árbænum, Marklandi í Fossvoginum, Birkihlíð við Aspargrund í Kópavogi og á Digranesvegi í Kópavogi. Eins og með núverandi vinnuna fær núverandi heimili mitt ekki að vera með.

Ég glápi einkum á Law and Order: SVU, Sex and the city, The king of Queens og House. Finnst þeir allir skemmtilegir en er samt ekki beint svona manneskja til að eiga uppáhalds sjónvarpsþætti. Eins og sjá má er þetta allt á Skjá einum sem segir líklega meira um sjónvarpsáhorf mitt en margt.

Ég hef farið til ágætlega margra útlanda en sjaldnast í fríum! Af slíkum stöðum má þó nefna Suður-Holland, París, Færeyjar og Kraków.

Ég fer nú líklega nokkuð daglega inn á ugluna, háskólapóstinn og hotmail og svo líklega bara þessa síðu! til að tékka hvort þig hafið kommentað... ;)

Mér finnst mexíkóskur matur ótrúlega góður, sérstaklega Fajitas, en grillað folaldakjöt, saltkjöt og grjónagrautur eru líka í uppáhaldi.

Ég skal alveg viðurkenna að ég hef lesið Harry Potter bækurnar flestar oftar en einu sinni :p Auk þess Ronju ræningjadóttur og Fagra Blakk (var einhvernveginn miklu duglegri að lesa sömu bækurnar aftur þegar ég var krakki!) og hugsa að líklega gæti ég lesið Óbærilegan léttleika tilverunnar ansi oft áður en ég fengi ógeð :)

Akkúrat núna væri ég mjög til í að vera í Kraków (fyrir utan að allir eru í fríi uppi í fjöllum!), undir sæng með Kristjáni :D (það gerir veðrið sjáiði til), í sólbaði á Krít eða á skemmtisiglingu í einhverjum heimshluta þar sem er sumar!

Og ég ætla að klukka Hjalta, Silju Rún, Ciliu og Mörtu... ef eitthvert ykkar er búið að fá klukk áður þá er bara enn meiri ástæða til að gera það núna! ;)