Allt of snemma á laugardagsmorgni
Mér leiðist að mæta í vinnuna klukkan átta um helgar. Ég er svo mikil svefnpurka...
Í gær var ég hræðilega þunn. Frír bjór er ekki sniðug pæling nema upp að vissu marki :p
Það er svo margt sem ég þarf að gera einhvernveginn og samt geri ég ekki neitt. Tossalisti kæmi að góðum notum en ég veit ekki hvort ég legg í að skrifa þetta allt niður. Þá finnst mér ég líklega bara vera enn óduglegri.
Síðan hefur enn eitt afmælisbarn bæst við á síðustu dögum... það er hún Silja sem varð 24 ára 17.febrúar! Reyndar komið soldið síðan, en henni skal samt sem áður óskað innilega til hamingju :D