Afrek helgarinnar
Ég tók fyrsta viðtalið í rannsókninni minni fyrir Þjóðfræði barna og unglinga... fór í skírn hjá tengdafjölskyldunni og tókst að klína meiki í hvíta bolinn minn (don't ask how... ég er bara snillingur)... var ekki viðstödd þegar fína bolluskálin mín var vígð í þrítugsafmæli hjá Ármanni og Lindu... fór á hestbak og kenndi 9 ára systur minni frystikistulagið... horfði ekki á Sylvíu Nótt vinna Eurovision en söng aftur á móti þetta blessaða lag alltof oft inni í eldhúsi hjá Kristrúnu... bætti fyrir það með því að marsera upp Bankastrætið með Hjalta og öskra "Niður með Sylvíu Nótt"... smakkaði Gammeldansk sem er sko ógeðslega vont!... hitti ótal MH-inga sem ég var svo sannarlega búin að gleyma að væru til og fékk meira að segja einn þeirra til að kaupa handa mér áfengi... ráfaði um Suðurgötukirkjugarð í óratíma og þráttaði við Kristján um það hver væri styðsta leiðin heim (hann hafði rétt fyrir sér)... söng á tónleikum og þið verðið bara að fyrirgefa mér góða Langholtskirkjukórsfólk þó ég segi að þeir voru frekar hundleiðinlegir, úff... og las EKKI bókina sem ég hélt fyrirlestur um í Efnismenningu í dag...
All on all var þetta bara eiginlega frábær helgi :D og veitti ekki af...
Þið hafið aftur á móti ekki afrekað mörg komment... spurning hvort að ég þurfi að reyna að skrifa eitthvað skemmtilegra?